Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. nóvember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Úganda og Máritanía á Afríkumótið í fyrsta sinn
Mynd: Heimasíða Skallagríms
Það eru 24 þjóðir sem mætast á Afríkumótinu á næsta ári og eru 13 búnar að tryggja sér þátttökurétt þegar ein umferð er eftir af undankeppninni.

Þetta er í fyrsta sinn sem 24 þjóðir taka þátt í Afríkumótinu og þar af leiðandi munu nokkrar þjóðir mæta til leiks í fyrsta sinn í sögunni.

Tvær slíkar eru þegar búnar að tryggja sér þátttökurétt, Úganda og Máritanía.

Bæði lönd eru hrjáð af gífurlega mikilli fátækt og lítið sem ekkert lagt í hverskonar uppeldisstarf, sérstaklega þegar það kemur að íþróttum.

Máritanía er með 12 stig eftir 5 umferðir og er búið að tryggja sig upp úr I-riðli. Úganda er taplaust og hefur ekki fengið mark á sig og er með átta stiga forystu á toppi L-riðils.
Athugasemdir
banner
banner
banner