Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. nóvember 2018 06:00
Elvar Geir Magnússon
Um 3.000 áhorfendur á landsleiknum í kvöld
Icelandair
Frá æfingu Íslands á Kehrwegstadion.
Frá æfingu Íslands á Kehrwegstadion.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var búið að selja 2.500 miða á vináttulandsleik Íslands og Katar sem fram er í Eupen í Belgíu í kvöld.

Leikvangurinn, Kehrwegstadion, tekur rúmlega 8 þúsund manns en reikna má með um 3 þúsund áhorfendur á leik kvöldsins.

Leikurinn hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma en aðeins um tveggja stiga hiti verður meðan á leik stendur.

Það er engin tilviljun að leikurinn fer fram í Eupen eins og við fjölluðum um í gær.

Katarar engin lömb að leika sér við
„Við höfum ekki unnið í langan tíma og það er mikilvægt upp á sjálfstraustið að ná sigri. Þessir Katarar eru samt engin lömb að leika sér við. Við náðum ekki að vinna þá í fyrra og þeir voru að vinna Sviss. Þeir hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum svo þetta verður ekkert 'walkover', langt frá því," sagði Kári Árnason á fréttamannafundi í gær.

Kári verður með fyrirliðabandið í leiknum í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner