Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. nóvember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yfir 300 undirskriftir gegn Gordon Taylor
Mynd: Getty Images
Gordon Taylor hefur verið framkvæmdastjóri enska leikmannasambandsins síðan 1981 en nú heimta bæði núverandi og fyrrverandi atvinnumenn reglubreytingar.

Taylor er talinn launahæsti stéttarfélagsstarfsmaður í heiminum og fær rúmlega 2 milljónir punda í árslaun. Hann er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og tók við starfi framkvæmdastjóra leikmannasambandsins ári eftir að hann lagði skóna á hilluna.

Það eru margir sem vilja reglubreytingar, þar sem búið er að skrifa bréf sem kallar eftir auknu gagnsæi og reglulegri kosningu um framkvæmdastjóra.

Yfir 300 manns hafa þegar skrifað undir bréfið en meðal þeirra eru menn á borð við Robbie Savage, Chris Sutton og Ian Wright. Bréfið hefur verið í dreifingu á snjallsímaforritinu WhatsApp.

Ben Purkiss, 34 ára bakvörður Walsall, er forseti leikmannasambandsins og hefur hann kallað eftir óháðri rannsókn á sambandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner