Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Sky: Tottenham í viðræðum við Mourinho
Sá sérstaki gæti verið að snúa aftur í enska boltann
Sá sérstaki gæti verið að snúa aftur í enska boltann
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur er í viðræðum við Jose Mourinho um að taka við liðinu en Sky Sports hefur heimildir fyrir þessu.

Tottenham rak Mauricio Pochettino í kvöld eftir fimm og hálfs árs dvöl hjá félaginu.

Hann kom liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en árangur í byrjun leiktíðarinnar hefur verið slakur og situr liðið í 14. sæti deildarinnar.

Samkvæmt heimildum Sky þá er Tottenham í viðræðum við Mourinho um að taka við liðinu.

Mourinho hefur verið án starfs síðan í desember en hann var þá rekinn frá Manchester United. Hann hefur verið að sinna störfum sem sparkspekingur fyrir Sky Sports og bein Sports .
Athugasemdir
banner
banner
banner