Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. nóvember 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Landsliðsþjálfaraleitin hafin - Allt opið ennþá
Icelandair
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur leik í undankeppni HM í mars.
Ísland hefur leik í undankeppni HM í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist finna fyrir miklum áhuga á landsliðsþjálfarastarfi Íslands. Erik Hamren hefur látið af störfum og KSÍ er nú að leita að nýjum þjálfara fyrir undankeppni HM á næsta ári.

„Ég finn fyrir miklum áhuga og það er jákvætt. Ég finn það hjá þjálfarastéttinni, öllum fótboltaáhugamönnum og fjölmiðlum. Það er mikill áhugi á íslenska landsliðinu og gengi okkar undanfarin ár. Við höfum vakið heimsathygli og það er gaman að finna fyrir þessum áhuga. Við munum njóta þess í umsóknum og áhuga margra á að koma til starfa fyrir okkur," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag en hann var þá á leið heim til Íslands eftir leikinn gegn Englandi í gærkvöldi.

Íslenskur eða erlendur þjálfari?
Guðni segir ekki ákveðið hvort að nýr þjálfari verði íslenskur eða erlendur. „Ég er með opin huga. Við vorum rétt að ljúka starfinu með Erik í gær en maður hefur verið með hugann við þetta undanfarna daga og verður það áfram. Það er ekki tímabært að tjá sig um það á hvorn veginn það verður," sagði Guðni.

„Það verður að skoðast betur eftir því hverjir sýna þessu áhuga, við hverja við tölum við og svo framvegis. Við munum fara vel yfir þetta og reyna að finna réttu lendinguna og niðurstöðuna. Ég er mjög bjartsýnn á að okkur takist það og við munum taka rétta ákvörðun."

Undankeppni HM hefst í mars og KSÍ stefnir á að ráða nýjan þjálfara á næstu vikum.

„Það væri gott að ganga frá þessu fyrir áramótin til að nýtt þjálfarateymi gæti komið til starfa á fullum krafti í byrjun árs eða jafnvel fyrr," sagði Guðni.

„Erum að sjá á eftir mjög góðum manni
Erik kvaddi íslenska landsliðið eftir tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.

„Það er alltaf sárt að sjá á eftir góðu fólki. Bæði hann, starfsliðið og leikmenn áttu góða stund í gær. Menn kvöddust með virktum. Við erum að sjá á eftir mjög góðum manni. Hann hefur lagt sig allan í þetta ásamt þjálfarateyminu og starfsliðinu. Ég vil nota tækifærið og þakka honum fyrir. Árangurinn í undankeppninni var í sjálfu sér mjög góður miðað við aðstæðurnar sem við vorum oft í. Við vorum að glíma við mikil meiðsli og 19 stig í erfiðum riðli var góður árangur. Það er sárt til þess að hugsa að þetta hefði dugað okkur til að komast í úrslitakeppni miðað við fyrirkomulagið fyrir síðasta EM. Við vorum síðan ekki mörgum mínútum frá því að komast á EM í gegnum umspil og það voru mikil vonbrigði," sagði Guðni.

Rætt var um næsta landsliðsþjálfara í Innkastinu í gær.
Innkastið - Íslenska blandan breytist en margt jákvætt í kortunum
Athugasemdir
banner
banner
banner