Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 19. nóvember 2020 21:58
Victor Pálsson
Rannsaka myndband sem leikmenn Írlands fengu að sjá
Mynd: Getty Images
Írska knattspyrnusambandið rannsakar nú myndband sem var sýnt leikmönnum írska landsliðsins fyrir viðureign gegn Englandi í vináttulandsleik á dögunum.

Írska sambandið gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld en þar kemur fram að það sé verið að skoða myndefnið sem leikmenn fengu að sjá.

Myndbandið er talið hafa innihaldið niðrandi hluti um England en leiknum lauk með 3-0 sigri þess enska.

Að svo stöddu hefur innihald myndbandsins ekki fengið staðfest en meðlimir sambandsins funduðu um málið í kvöld.

Það andar yfirleitt köldu á milli þessara landsliða þegar þau mætast og er alls engin vinátta á milli leikmanna.

Nefna má leikmenn eins og Declan Rice og Jack Grealish sem spila með Englandi en þeir hófu landsliðsferilinn á Írlandi.

Athugasemdir
banner
banner
banner