Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. nóvember 2021 23:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari á enn eftir að hringja í dómarann - „Algjört kjaftæði og skandall"
Icelandair
Auðvitað var Hafliði Breiðfjörð á staðnum og myndaði atvikið.
Auðvitað var Hafliði Breiðfjörð á staðnum og myndaði atvikið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spyrnan er glæsileg.
Spyrnan er glæsileg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fór út að hliðarlínu og fagnaði.
Fór út að hliðarlínu og fagnaði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttaritari sló á þráðinn til Svíþjóðar í gær og ræddi við Ara Frey Skúlason. Rétt eftir að hann lagði á Ara sá hann áhugaverða staðreynd um landsliðsferil Ara. Ákvað hann því að rífa upp tólið aftur og hringdi í Ara og spurði hann út í þessa staðreynd.

Fyrsti og annar hluti:
Ætlaði að hætta eftir leikinn á Wembley - „Hann náði að sannfæra mig"
Lítur á sig sem miðjumann en sér ekki eftir breytingunni „í eina sekúndu"

„Ætlaru að taka þessa spurningu líka?" spurði Ari og hló dátt. Það sem fréttaritari rak augun í er sú staðreynd að Ara tókst ekki að skora á landsliðsferlinum. Alls lék hann 83 landsleiki á ferlinum.

„Auðvitað situr það í manni, að maður hafi ekki fengið markið á móti Katar skráð á sig... algjört kjaftæði sko! Helvítis sjónvarpsupptökur blekkja fólk, þetta er skandall!" sagði Ari í léttum tón.

„En í hreinskilni situr það ekki í mér þó að ég hafi fengið smá grín á mig fyrir það. Birkir Már með þrjú eða fjögur, litli strákurinn minn Ísak (Bergmann Jóhannesson) er kominn með mark á undan mér. Ég fékk að heyra það frá honum en hann ákvað að fá rautt spjald. Ég fékk ekki rautt spjald þannig ég hef það allavega á hann."

„Auðvitað hefði það verið gaman að skora fyrir landið sitt en ég er varnarmaður þannig það var ekki forgangsmál hjá mér,"
sagði Ari og hló.

Fyrir utan atriðið í Katar, varstu einhvern tímann nálægt því að skora?

„Ég hef örugglega einhvern tímann skotið af 30 metra færi og vonast eftir einhverju en ég man ekki eftir neinu. Ég átti að vera vítaskytta á móti Englandi af því að Freysi ætlaði að leyfa mér að skora eitt mark í síðasta leiknum. Það er ekkert sem poppar upp í hausinn á mér, maður er ekki sá stærsti þannig maður var ekki í teignum að kljást í hornum."

„Það er bara þetta Katar-dæmi. Ég á ennþá eftir að hringja í dómarann og kvarta undan því,"
sagði Ari og hló. „Ég var að vonast eftir því að þú myndir ekki spyrja út í þetta, værir búinn að gleyma þessari staðreynd," sagði Ari léttur að lokum.

Fótbolti.net textalýsti leiknum gegn Katar þann 19. nóvember árið 2018. Á 29. mínútu skrifaði Elvar Geir Magnússon: „JÁÁÁA!!!! Frábær aukaspyrna út við stöngina. Albert og Ari stóðu við knöttinn og sá síðarnefndi tók spyrnuna. Stöngin inn var það!!! 62. landsleikur Ara og hans fyrsta landsliðsmark!"

Á 35. mínútu skrifaði Elvar svo: „Verið að tala um að í markinu hjá Ara áðan hafi boltinn farið í stöngina, markvörðinn og þaðan inn. Verður því væntanlega ekki skráð á hann. En við erum í góðu skapi og höldum markinu skráðu á hann. Ari hljóp að varamannabekknum og fagnaði markinu með Birki Má Sævarssyni."


Athugasemdir
banner
banner