Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. nóvember 2021 15:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Adam Ingi skrifar undir sinn fyrsta atvinnumannasamning
Adam Ingi
Adam Ingi
Mynd: Marco Rimola
Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hefur skrifað undir sinn fyrsta avinnumannasamning á sínum ferli.

Adam er uppalinn hjá FH og HK en fór árið 2019 til Svíþjóðar og skrifaði undir hjá IFK Gautaborg. Hann á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Adam Ingi
Adam tilnefndur sem besti markvörður í Svíþjóð (8. jan)

„Adam er hrár, mjög hæfileikaríkur og með áhugaverða eiginleika. Hann er mjög viljugur að æfa, lærdómsfús og metnaðarfullur. Á vellinum er hann bæði óttalaus og mikill íþróttamaður. Á árinu hefur hann spilað stórt hlutverk hjá U19 ára liðinu sem hefur náð góðum árangri og við sjáum mikla möguleika í honum," sagði Pontus Farnerud sem er yfirmaður íþróttamála hjá Gautaborg.

Adam skrifar undir þriggja ára samning. Á leiktíðinni hefur hann verið þriðji markvörður aðalliðsins og verið á bekknum í nokkrum leikjum.

Giannis Anestis, annar af markvörðunum sem eru fyrir framan Adam í röðinni, er á förum frá félaginu en félagið endurheimtir Tom Amos úr láni fyrir næsta tímabil.

Gautaborg er í 2. sæti í U19 deildinni, tveimur stigum frá toppliðinu þegar þrír leikir eru eftir.


Athugasemdir
banner
banner