Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 19. nóvember 2021 17:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Akureyri.net 
Andrea Mist riftir við Växjö - „Umboðsmaðurinn er að skoða eitthvað"
Andrea á hliðarlínunni tímabilið 2020.
Andrea á hliðarlínunni tímabilið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Mist Pálsdóttir gekk í raðir Växjö fyrir tímabilið í Svíþjóð og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Växjö féll úr efstu deild, endaði langneðst í deildinni og Andrea rifti samningi sínum við félagið.

„Mér þykir eiginlega ömurlegt að þurfa að rifta samningnum því mér finnst mjög gott að vera hérna, en næst efsta deild í Svíþjóð er bara ekki nógu góð,“ sagði Andrea við Akureyri.net í vikunni.

Það gerði enginn ráð fyrir því að Växjö myndi falla. Liðið varð í fimmta sæti sumarið áður og hér eru margir góðir leikmenn. Okkur gekk bara rosalega illa að skora.“

Andrea byrjaði tímabilið á bekknum en í sjöttu umferð komst hún í byrjunarliðið og var þar þangað til í sautjándu umferð. Växjö endaði með ellefu stig og skoraði liðið sjö mörk í 22 leikjum. Liðið endaði fimm stigum frá öruggu sæti. Tólf lið eru í deildinni en einungis efstu sex liðin fengu á sig færri mörk en Växjö.

Andrea veit á þessum tímapunkti ekki hvar hún spilar á næsta tímabili. „Ég get vel hugsað mér að spila áfram í Svíþjóð. Umboðsmaðurinn minn er að skoða eitthvað en svo getur vel verið að ég komi heim til Íslands og spili þar. Það kemur bara í ljós," sagði Andrea að lokum.

Andrea er 23 ára miðjumaður sem uppalin er hjá Þór/KA.

Viðtal við Andreu fyrir síðasta tímabil:
Upplifir drauminn um Svíþjóð - „Get ekki lýst þakklætinu með orðum"
Andrea: Palli Gísla minn segir alltaf 'maður lifir bara einu sinni'
Athugasemdir
banner
banner
banner