banner
   fös 19. nóvember 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Bamford og Ayling enn fjarverandi hjá Leeds
Bamford verður ekki með gegn Spurs.
Bamford verður ekki með gegn Spurs.
Mynd: EPA
Leeds United, sem er þremur stigum fyrir ofan fallsætin, heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Leeds hefur verið að rétta úr kútnum eftir skelfilega byrjun og er ósigrað í síðustu þremur leikjum.

Sóknarmaðurinn Patrick Bamford hefur ekki spilað deildarleik síðan í september vegna ökklameiðsla.

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, staðfesti á fréttamannafundi í dag að Bamford og varnarmaðurinn Luke Ayling, sem hefur ekki spilað frá því í september vegna hnémeiðsla, séu enn á meiðslalistanum.

„Þeir verða ekki klárir í leikinn á sunnudag. Ég get lítið sagt meira því ég veit ekki nákvæmlega hvenær þeir verða klárir," segir Bielsa og bætir við að enn lengra sé í Robin Koch en hina tvo.

Það eru þó betri fréttir af Junior Firpo og Jamie Shackleton sem eru að snúa til baka eftir meiðsli. Þeir þurfi nú að koma sér í leikæfingu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner