Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 19. nóvember 2021 08:45
Elvar Geir Magnússon
Conte vill Pickford og Tolisso - Chelsea vill Gavi
Powerade
Corentin Tolisso.
Corentin Tolisso.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gavi er vonarstjarna Barcelona.
Gavi er vonarstjarna Barcelona.
Mynd: EPA
Lingard, Zlatan, Pickford, Tolisso, Gavi, Xhaka og fleiri í föstudagsslúðrinu. BBC tók saman.

Framtíð Jesse Lingard (28) er í lausu lofti eftir að viðræður hans við Manchester United um nýjan samning sigldu í strand. (BBC)

Zlatan Ibrahimovic (40) mun gera nýjan samning við AC Milan til sumarsins 2023. (Football Italia)

Antonio Conte hefur áhuga á að fá markvörðinn Jordan Pickford (27) frá Everton til Tottenham. (Mirror)

Tottenham hefur einnig áhuga á franska miðjumanninum Corentin Tolisso (27) hjá Bayern München en fær samkeppni frá Internazionale. (Kicker)

Chelsea íhugar að gera tilboð í Gavi (17), miðjumann Barcelona. Samningur Spánverjans rennur út 2023 en hann er með 42 milljóna punda riftunarákvæði. (Sun)

Chelsea mun væntanlega ekki lána marokkóska vængmanninn Hakim Ziyech (28) í janúarglugganum (Telegraph)

Arsenal er bara tilbúið að bjóða Alexandre Lacazette (30) stuttan samning. (Athletic)

Roma gæti gert aðra tilraun til að fá Granit Xhaka (29), svissneska miðjumanninn hjá Arsenal. (Corriere dello Sport)

Umboðsmaður Karim Adeyemi (19), þýska framherjans hjá Red Bull Salzburg sem hefur verið orðaður við Liverpool, hefur fundað með Paris St-Germain. (Sport 1)

Newcatle United telur mikla möguleika á því að félagið geti fengið Niklas Süle (26), varnarmann Bayern München. Hann vill yfirgefa félagið og verður samningslaus í lok tímabils. (Bild)

Manchester United neitar þeim vangaveltum að félagið hafi áhuga á að fá Zinedine Zidane (49) í stjórastólinn í stað Ole Gunnar Solskjær. (Athletic)

Sean Dyche, stjóri Burnley, segir að enski miðvörðurinn James Tarkowski (28) sé með fulla einbeitingu og hausinn rétt skrúfaðan á þrátt fyrir áhuga frá Newcastle, West Ham og Tottenham. (Burnley Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner