Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. nóvember 2021 20:02
Victor Pálsson
Danmörk: Aron Elís fékk gult í tapi - Esbjerg steinlá
Mynd: Getty Images
Aron Elís Þrándarson spilaði með liði OB í Danmörku í kvöld sem mætti Viborg á útivelli í fjörugum leik.

Aron Elís fékk að líta gult spjald undir lok fyrri hálfleiks og var svo tekinn af velli á 73. mínútu er þreföld skipting átti sér stað.

OB þurfti að sætta sig við 3-2 tap í þessum leik þar sem Issam Jebali var allt í öllu og skoraði bæði mörk liðsins og fékk svo rautt spjald undir lokin.

Í B-deildinni spilaði Ísak Óli Ólafsson með liði Esbjerg sem heimsótti Koge og tapaði illa.

Koge var í engum vandræðum í þessum leik og skoraði þrjú mörk gegn engu í góðum 3-0 heimasigri.

Koge lyfti sér upp fyrir Esbjerg með þessu sigri en liðin sitja í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner