Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 19. nóvember 2021 22:30
Victor Pálsson
Eiginkona Muller kom í veg fyrir skipti til Manchester
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, reyndi að fá Thomas Muller til félagsins bæði 2014 og 2015 en hann lék þá með Bayern Munchen og gerir enn þann dag í dag.

Van Gaal vann með Muller hjá Bayern á sínum tíma og vildi mikið fá fyrrum lærisvein sinn til Englands en án árangurs.

Í fyrra skiptið var það ákvörðun Bayern en í það seinna þá var það eiginkona Muller sem neitaði að færa sig erlendis.

Van Gaal er í dag stjóri hollenska landsliðsins og fékk Bastian Schweinsteiger til Man Utd frá Bayern á hans tíma þar.

„Ég reyndi að fá Muller til Manchester bæði tímabilið 2014/2015 og ári seinna," sagði Van Gaal.

„Árið 2014 þá var stjórn Bayern Munchen mjög ákveðin. Í seinna skiptið þá var það eiginkona hans Lisa sem spilaði hlutverk í ákvörðuninni."

„Hún var ekki opin fyrir því að yfirgefa Þýskaland. Árið 2015 hefði þetta verið möguleiki ef eiginkona hans hefði verið opin fyrir því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner