banner
   fös 19. nóvember 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Howe: Ég mun sofa vel
Eddie Howe, nýr stjóri Newcastle.
Eddie Howe, nýr stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Joe Willock og Joelinton.
Joe Willock og Joelinton.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe stýrir Newcastle í fyrsta sinn á morgun, þegar liðið fær Brentford í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.

Howe segist þó ekki hafa neinar áhyggjur af því að geta lítið sofið í nótt.

„Ég hef aldrei átt í vandræðum með svefn. Ég læt ykkur vita á morgun ef leikurinn hefur einhver áhrif á svefninn. Svo lengi sem æfingin gekk vel og ég finn að ég hef gert mitt besta í undirbúningnum þá sef ég vel."

„Svo mun leikurinn bara fljóta af stað. Auðvitað getur þú haft áhrif meðan á leik stendur en þú vonast til þess að þinn undirbúningur hafi verið nægilega góður."

Newcastle er í 19. sæti, fimm stigum frá öruggu sæti, en liðið hefur ekki unnið deildarleik á tímabilinu.

„Þetta er mikil áskorun. Ég geri mér grein fyrir stöðunni og því sem við þurfum að gera. Stuðningsmenn hafa sýnt hversu mikilvægur leikurinn er. Það er uppselt. Ég þakka stuðningsmönnum fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir mig hingað til og ég hvet þá til að hjálpa liðinu að ná úrslitum á morgun," segir Howe.

Hvernig kann hann við sig í borginni?

„Í hreinsilni sagt þá hef ég ekki séð Newcastle í dagsbirtu. Ég hef séð völlinn og æfingasvæðið. Á morgun verður fyrsti dagurinn þar sem ég stíg inn í Newcastle í dagsbirtu."

Hefur trú á Joelinton
„Ég held að hann geti orðið mikilvægur leikmaður fyrir okkur," segir Howe um sóknarmanninn Joelinton sem ekki hefur staðið undir væntingum hjá félaginu síðan hann kom frá Hoffenheim 2019.

„Hann er með góða tækni, góður í löppunum og snjall. Ef við náum að nýta okkur þessa hæfileika tel ég að hann geti átt bjarta framtíð hérna."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner