Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. nóvember 2021 12:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lítur á sig sem miðjumann en sér ekki eftir breytingunni „í eina sekúndu"
Icelandair
Sigri gegn Englandi á EM fagnað.
Sigri gegn Englandi á EM fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðstæður skoðaðar fyrir leik á HM.
Aðstæður skoðaðar fyrir leik á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin hefur sýnt það oft að hann er flottur fótboltamaður og getur höndlað þessa stöðu
Hörður Björgvin hefur sýnt það oft að hann er flottur fótboltamaður og getur höndlað þessa stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fólk fer alltaf að hlæja þegar ég segi það
Fólk fer alltaf að hlæja þegar ég segi það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason skipti um leikstöðu þegar talsvert var liðið á ferilinn. Ari lék á miðjunni í upphafi ferilsins en svo ræddi hann við Lars Lagerbäck sem sagði við Ara að það væri tækifæri fyrir hann í vinstri bakverðinum.

Ari varð svo í kjölfarið í stóru hlutverki á gullaldartímabili landsliðsins. Hann ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir síðasta landsleikjaglugga. Fótbolti.net ræddi við Ara í gær og spurði hann út í landsliðsferilinn.

Fyrsti hluti:
Ætlaði að hætta eftir leikinn á Wembley - „Hann náði að sannfæra mig"

Sér ekki eftir því í eina sekúndu
Hvernig lítur vinstri bakvarðarstaðan í landsliðinu við þér upp á framtíðina að gera?

„Flest árin hefur verið vandamál í vinstri bakvarðarstöðunni. Það hafa alltaf verið breytingar, menn færðir til í þessa stöðu og svo kem ég inn í þetta. Ég færi mig af miðjunni og í vinstri bakvörðinn," sagði Ari Freyr.

„Ég sá möguleikann og Lars Lagerbäck sagði við mig að ef ég myndi höndla stöðuna þá myndi ég spila marga leiki í vinstri bakverðinum. Ég tók það á mig og ákvað að breyta sjálfum mér í vinstri bakvörð og ég sé ekki eftir því í eina sekúndu. Þetta var frábær tími."

Flottir kandídatar í þessa stöðu
„Í dag erum við með Hörð Björgvin Magnússon og Guðmund Þórarinsson. Þeir tveir eru fínir og flottir kandídatar í þessa stöðu. Ég er ekki að stressa mig yfir því að þeir höndli þetta ekki. Hörður Björgvin hefur sýnt það oft að hann er flottur fótboltamaður og getur höndlað þessa stöðu. Sama með Gumma Tóta, hann var miðjumaður upprunalega og er frábær í fótbolta. Hann þarf sinn tíma til að komast inn í þetta."

Vesen að spila aðra stöðu hjá félagsliði
Ferillinn þinn hjá félagsliðum, var aldrei flókið að ræða við þjálfarana og segja þeim að þú værir vinstri bakvörður?

„Nei, þetta var þannig að ég var að renna út á samningi þegar ég var hjá Sundsvall. Þá ræddum ég og umboðsmaður minn saman um að finna félag sem vantaði vinstri bakvörð. Það endaði á því að ég skrifaði undir hjá OB í Danmörku. Þá var ekki verið að selja mig sem miðjumann þó að flestir horfðu á mig sem miðjumann."

„Ég var búinn að spila í tæpt ár sem vinstri bakvörður í landsliðinu og það var vesen að skipta, vera á miðjunni í félagsliði og í vinstri bakverði í landsliðinu. Það er munur á þessum stöðum, tvennt ólíkt og það skynsamlegasta var að reyna spila sem mest sem vinstri bakvörður hjá félagsliðinu svo maður sé í takt við það þegar maður kemur í landsliðið."


Lítur á sig sem miðjumann
Ertu betri vinstri bakvörður heldur en miðjumaður?

„Ég lít alltaf á mig sem miðjumaður og tel mig vera betri miðjumaður heldur en vinstri bakvörður. Ég hef alltaf sagt að ég sé enginn bakvörður heldur miðjumaður, samt spilar maður sem bakvörður í landsliðinu og fólk fer alltaf að hlæja þegar ég segi það. Ég er ekki með þann hraða sem þarf í bakverðinum í nútímafótbolta, bara því miður. Fótboltinn er að breytast, er alltaf að verða hraðari og hraðari. Mínir eiginleikar koma fram þegar ég spila sem miðjumaður."

Næsta ár getur orðið assskoti gott
Samkvæmt Transfermarkt áttu eitt ár eftir af samningi þínum við Norrköping í Svíþjóð. Verðuru leikmaður félagsins á næsta tímabili?

„Það er planið, mér líður hrikalega vel og auðvitað er þetta búið að vera upp og niður tímabil. Það er ekki búið að kaupa þá leikmenn sem þurfti að kaupa og við höfum líka selt tvo bestu leikmenninna okkar. Við vorum að vonast til að geta barist um Evrópusæti allavega en ég held að næsta ár geti orðið assskoti gott. Ég held áfram hérna og svo sjáum við bara hvað gerist," sagði Ari Freyr.

Norrköping er í 7. sæti Allsvenskan þegar þrjár umferðir eru eftir og á ekki raunhæfan möguleika á Evrópusæti. Það má leiða líkum að því að Ari Freyr sé að tala um sölurnar á Ísaki Bergmann Jóhannessyni og Sead Haksabanovic þegar hann talar um tvo bestu leikmenn Norrköping. Sead fór í júní til Rubin Kazan og Ísak fór til FCK í lok ágúst.

Lokahluti viðtalsins við Ara verður birtur seinna í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner