Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. nóvember 2021 20:30
Victor Pálsson
Mingueza: Leikmenn hættu að treysta Koeman
Mynd: Getty Images
Oscar Mingueza, leikmaður Barcelona, skilur af hverju stjórn félagsins ákvað að reka Ronald Koeman og fá inn Xavi Hernandez í stjórastólinn eftir erfitt gengi á tímabilinu.

Gengið var alls ekki sannfærandi undir Koeman sem var látinn taka poka sinn eftir 14 mánuði í starfi. Ballið kláraðist eftir 1-0 tap gegn Rayo Vallecano í síðasta mánuði.

Mingueza segir að leikmenn hafi einfaldlega hætt að treysta Koeman og að það hafi verið best í stöðunni að breyta til.

„Búningsklefinn þurfti á breytingu að halda. Það var engin stemning, leikmennirnir voru ekki ánægðir. Þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp þá þarftu á breytingu að halda," sagði Mingueza.

„Liðið hætti að treysta Koeman og reyndu að breyta hlutum sjálfir. Við vorum ekki góðir sem lið né einstaklingar."

„Þegar heildin er ekki í lagi þá gera menn það sem þeir geta en við höfðum litla trú á okkur sjálfum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner