Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 19. nóvember 2021 10:25
Elvar Geir Magnússon
„Ndombele verður að skilja að við erum lið"
Varnarmaðurinn Cristian Romero er meiddur.
Varnarmaðurinn Cristian Romero er meiddur.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Tanguy Ndombele.
Miðjumaðurinn Tanguy Ndombele.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Harry Kane.
Sóknarmaðurinn Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Argentínski varnarmaðurinn Cristian Romero spilar ekki næstu leiki Tottenham eftir að hafa meiðst í landsliðsverkefni.

„Því miður eru slæmar fréttir af meiðslum hans," sagði Antonio Conte, stjóri Tottenham, á fréttamannafundi í morgun en á sunnudag leikur liðið gegn Leeds.

„Við ræddum við lækninn. Það rétta í stöðunni er að bíða í sjö til tíu daga og láta hann svo í myndatöku. Þá kemur í ljós hversu langan tíma hann þarf til að jafna sig."

Romero, sem er 23 ára, kom til Tottenham frá Atalanta fyrir tímabilið. Hann var valinn besti varnarmaður ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili.

„Giovani Lo Celso kom ekki alveg í fullkomnu standi til baka. Romero verður ekki með, það er óvíst með Lo Celso en aðrir eru fínir."

Ekki einstaklingsíþrótt
Oliver Skipp verður í leikbanni gegn Leeds og Conte segir að Harry Winks eða Tanguy Ndombele komi inn í hans stað. Conte tjáði sig síðan um Ndombele.

„Ég hef séð marga stjóra vera í vandræðum með hann. Hann hefur gæðin. Hann þarf að skilja það að við erum lið og hann verður að spila sig inn í liðið," segir Conte um franska miðjumanninn.

„Það er mikilvægt að framkvæma það sem staðan þín krefst af þér. Við erum að leggja mikið á okkur. Hann þarf að leggja meira á sig. Hann er með hæfileika en hann þarf að nýta þá í liðið fyrir liðið. Ekki bara fyrir sig sjálfan."

Hann er fjórði stjóri Tottenham sem reynir að ná því besta út úr Ndombele. Frakkinn hefur spilað undir stjórn Mauricio Pochettino, Jose Mourinho og Nuno Espirito Santo hjá Spurs.

Samgleðst Harry Kane
Á fréttamannafundinum í morgun tjáði Conte sig um Harry Kane en enski landsliðsfyrirliðinn er kominn með 48 mörk fyrir landsliðið.

„Harry skoraði sjö mörk. Það er aldrei auðvelt að skora. Ég samgleðst honum og enska landsliðinu. Það er gott afrek að komast á HM. Sjáið Ítalíu, við erum í umspili. Harry er heimskalla sóknarmaður sem er okkur mikilvægur. Það hjálpar honum að skora."

„Ég hef fengið tækifæri til að kynnast honum mun betur. Hann vill leggja mikið á sig og bæta sig. Það er stórkostlegt fyrir mig því fyrsta verkefni er að ná meiru út úr leikmönnum. Margir leikmenn eiga mun meira inni," segir Antonio Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner