Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. nóvember 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Petit: Zidane er byrjaður að læra ensku
Zinedine Zidane
Zinedine Zidane
Mynd: EPA
Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður franska landsliðsins, segir að Zinedine Zidane sé byrjaður að læra ensku en hann hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United síðustu vikur.

United hefur tapað sex af tólf leikjum í ensku úrvalsdeildinni og er talið að starf Ole Gunnar Solskjær hangi á bláþræði.

Zidane, sem gerði frábæra hluti með Real Madrid, er orðaður við stöðuna en Petit, fyrrum liðsfélagi hans í franska landsliðinu, heldur því fram að hann sé byrjaður að læra ensku.

„Samskipti eru mjög mikilvæg, þannig ef þú talar ekki tungumálið þegar þú kemur inn í félag eins og Manchester United þá gæti það skapað stórt vandamál," sagði Petit.

„Mér var sagt að hann sé nýbyrjaður að læra ensku, þannig ég held að hann viti að það er mikilvægt fyrir ferilinn, en ég trúi því ekki að hann sé að taka við Manchester United ef ég á að vera hreinskilinn."

„Hann er auðvitað stórt nafn, en hann spilaði aldrei í ensku úrvalsdeildinni og á lítil tengsl við deildina. Þannig ég trúi þessu ekki,"
sagði Petit í lokin.
Athugasemdir
banner