Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. nóvember 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Promes verður ákærður fyrir tilraun til manndráps
Quincy Promes
Quincy Promes
Mynd: EPA
Saksóknaraembættið í Amsterdam í Hollandi ætlar að kæra Quincy Promes, leikmann Spartak Moskvu, fyrir tilraun til manndráps en þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu.

Promes, sem er 29 ára gamall, var handtekinn í júlí árið 2020 í tengslum við hnífsstungu sem átti sér stað í fjölskylduboði í Abcoude í Hollandi.

Honum var sleppt úr varðhaldi tveimur dögum síðar en nú hefur saksóknaraembættið staðfest að hann verður kærður fyrir tilraun til manndráps og alvarlega líkamsárás.

Hann er sakaður um að hafa stungið fjölskyldumeðlim í lærið í fjölskylduboðinu fyrir framan fjölmörg vitni.

Ef hann verður fundinn sekur í málinu gæti hann átt yfir höfði sér allt að þriggja og hálfs árs fangelsisvist.

Promes var á mála hjá Ajax þegar atvikið átti sér stað en Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins, hefur þegar sagt frá því að hann ætli sér ekki að velja Promes í hópinn á meðan hann er undir rannsókn.
Athugasemdir
banner
banner
banner