Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. nóvember 2021 18:30
Victor Pálsson
Segist vera svalasti fyrirliði heims
Mynd: EPA
Pierre Emerick Aubameyang, leikmaður Arsenal, segist vera svalasti fyrirliði heims en hann hefur borið bandið á þessu tímabili.

Aubameyang býr yfir mikilli reynslu en hann lék lengi vel með Borussia Dortmund áður en hann færði sig til Englands.

Á Englandi hefur Aubameyang reynst Arsenal afar mikilvægur í markaskorun en hann er 32 ára gamall í dag.

„Ég er svalasti fyrirliði deildarinnar og jafnvel í heiminum!" sagði Aubameyang við heimasíðu Arsenal.

„Ég reyni að vera fyrirmynd, ég tel að það sé mikilvægasta verkefni fyrirliða og að reyna að vera hvatning fyrir ungu leikmennina og einnig þá eldri."

„Ég reyni að gera mitt besta fyrir félagið. Þetta er skemmtilegt starf, að vera fyrirliði. Þú þarft að taka þessari ásbyrgð. Þetta er besta starfið í boltanum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner