fös 19. nóvember 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tala báðir um vöntun á einkenni í leik landsliðsins - „Veit ekki enn hvað við stöndum fyrir"
Icelandair
Arnar Gunnlaugs
Arnar Gunnlaugs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Siggi Höskulds
Siggi Höskulds
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net fékk fjóra aðila til að meta meta frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í undankeppni HM.

Tveir þjálfarar voru þar á meðal, þeir Arnar Bergmann Gunnlaugsson og Sigurður Heiðar Höskuldsson. Þeir nefna báðir sama hlutinn, skemmtilegt nokk þá nota þeir báðir enska orðið: identity.

Það sem einkenndi íslenska liðið á gullaldarárum þess, undir stjórn Lars og Heimis, var að það var nánast gefið hvaða ellefu leikmenn myndu spila leikina. Leikkerfið var 4-4-2 undir stjórn Lars Lagerbäck og 4-5-1 þegar Heimir tók við í kjölfarið.

Undir stjórn Arnars Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen hefur liðið spilað leikkerfið 4-1-4-1. Í undanförnum leikjum hafa verið færri breytingar á milli leikja.

Greinin í heild sinni:
Álitsgjafar gefa undankeppni Íslands afgerandi falleinkunn

Spurt var: Hvað vilt þú sjá í Þjóðadeildinni?

„Finna identityið okkar, ég veit ekki enn hvað við stöndum fyrir fótboltalega. Við þurfum að finna það sem var á tíma Lars og Heimis, okkar idenity. Einnig að vera meira flexible á kerfi, ekki vera með alla spilapeningana á 4-1-4-1 því í nútíma fótbolta þá þarf að vera flexible og bregðast við," sagði Arnar.

„Ég vil sjá Arnar og Eið finna svolítið sitt byrjunarlið sem þeir eru að fara að keyra meira og minna á í þeirri keppni. Gefa mönnum nokkra leiki saman, fá smá ryþma sem hægt er að byggja í kringum. Það þarf að finna þetta fræga identity aftur, bæði í sóknarleik og varnarleik og það þarf að skína í gegn í Þjóðadeildinni," sagði Siggi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner