Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. nóvember 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar Örn ekki meira með á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson glímir við meiðsli sem hann varð fyrir í síðasta deildarleik með Vålerenga. Hann var valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir síðustu leiki en gat ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðslanna og dró sig úr hópnum.

Hann mun ekki spila síðustu leikina á tímabilinu í Noregi. Meiðslin eru ekki alvarleg en Vålerenga vill ekki taka neina sénsa.

Viðar er 31 árs gamall framherji sem gekk í raðir Vålerenga fyrir rúmu ári síðan frá Rostov í Rússlandi. Þetta er annar kafli Viðars hjá Vålerenga því hann lék einnig með liðinu tímabilið 2014.

Viðar er samkvæmt Transfermarkt samningsbundinn Vålerenga út tímabilið 2023 en einhverjar sögur hafa heyrst að áhugi sé á kappanum frá öðrum liðum.

Viðar skoraði fimm mörk í átján leikjum á tímabilinu. Vålerenga er í 7. sæti norsku deildarinnar og á ekki raunhæfa möguleika á Evrópusæti þegar fjórar umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner