Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   sun 19. nóvember 2023 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
José Sá eftirsóttur af liðum í Sádí-Arabíu
Mynd: EPA

Wolves er í leit af nýjum markmanni en Jose Sa er orðaður við félög í Sádí-Arabíu.


Sa er þrítugur Portúgali en hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Wolves í september síðastliðnum.

Ef Sa fer til Sádí-Arabíu er hann annar leikmaður Wolves til að fara þangað en Ruben Neves gekk til liðs við Al-Hilal fyrir 47 milljónir punda síðasta sumar.

Jose Sa hefur verið lykilmaður í liði Wolves undanfarin ár en liðið hefur verið á fínu skriði í undanförnum leikjum þar sem liðið hefur m.a. unnið Tottenham og Man City og er tíu stigum frá öruggu sæti.

Hann gekk til liðs við Wolves frá Olympiakos fyrir rúmlega sex milljónir punda fyrir tveimur árum til að taka við af Rui Patricio sem gekk til liðs við Roma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner