Liverpool FC tók ákvörðun um að leigja einkaflugvél fyrir stórfjölskyldu Luis Díaz og munu foreldrar hans og ættingjar því dvelja í Liverpool næsta mánuðinn og framyfir jólatímann.
Liverpool ákvað að gera þetta í kjölfar þess alvarlega máls sem kom upp á dögunum, þegar glæpagengi í Kólumbíu rændi foreldrum leikmannsins.
Móður hans var sleppt úr haldi eftir nokkrar klukkustundir en föður hans var haldið í tæpar tvær vikur áður en honum var loks sleppt. Málið fékk gríðarlega mikla fjölmiðlaathygli, enda afar óhugnanlegt.
Þetta voru erfiðar vikur fyrir Díaz og fjölskyldu hans, sem fær nú að eyða næstu vikum undir verndarvængi félagsins í Liverpool. Fjölskyldan getur því varið jólunum saman, sem er tilvalið fyrir Diaz enda er gríðarlega mikið leikjaálag yfir jólatímann og enginn tími sem gefst til að fljúga heim að heilsa upp á fjölskylduna.
Díaz hitti fjölskylduna sína ekkert á þessum tveimur vikum en flaug heim til Kólumbíu í landsleikjahlénu þar sem þau voru endursameinuð. Diaz reyndist svo þjóðarhetja í landsleikjahlénu þar sem hann skoraði bæði mörk Kólumbíu í frábærum endurkomusigri gegn Brasilíu.
14.11.2023 17:00
Tilfinningarík stund þegar Díaz faðmaði foreldra sína aftur
Fjölskyldan hans Luis Díaz er komin til Liverpool og mun leikmaðurinn sameinast henni eftir að landsleikjahlénu lýkur. Kólumbía spilar útileik við Paragvæ á þriðjudaginn og í kjölfarið munu leikmenn snúa aftur til félagsliða sinna.
Athugasemdir