Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   sun 19. nóvember 2023 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: RÚV 
Weah viðurkennir tap í forsetakosningunum
Mynd: Getty Images
Fótboltamaðurinn fyrrverandi George Weah, sem vann Gullknöttinn árið 1995, verður ekki forseti Líberíu áfram eftir atkvæðagreiðslu landsmanna í forsetakosningunum þar í landi.

Í gærkvöldi voru nærri öll atkvæði talin og hafði Joseph Boakai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, þá rétt tæplega 51% atkvæða þjóðarinnar gegn 49% sem studdu við Weah. Það var þá sem Weah viðurkenndi ósigur.

Weah hefur verið forseti Líberíu í 6 ár, sem er lengd kjörtímabils í Líberíu, en Líbería er ein af allra fátækustu þjóðum heims og hefur verið að glíma við heiftarlegar borgarastyrjaldir á síðustu áratugum.

Weah viðurkenndi ósigur í útvarpsávarpi til þjóðarinnar í gær og óskaði andstæðingi sínum Boakai til hamingju með sigurinn.

Boakai er 80 ára gamall og þrautreyndur stjórnmálamaður eftir að hafa verið varaforseti Nóbelsverðlaunahafans Ellen Johnson Sirleaf, fyrsta kjörins kvenkynsleiðtoga Afríkuríkis, frá 2006 til 2018.

Til gamans má geta að Timothy Weah, 23 ára sonur George, leikur fyrir Juventus í ítalska boltanum og er lykilmaður í bandaríska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner