Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 19. desember 2018 10:10
Elvar Geir Magnússon
5 dagar til jóla - Heimsliðið: Miðjumaður....
Baldur velur David Silva.
Baldur velur David Silva.
Mynd: Fótbolti.net
David Silva og Mateo.
David Silva og Mateo.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Baldur Sigurðsson, fyrirliði bikarmeistara Stjörnunnar, á næsta val til að fullkomna miðjuna. Hann velur David Silva, leikmann Manchester City.

„Það var erfitt að velja á milli City leikmannana Silva og De Bruyne en ég er mjög hrifinn af þeim báðum. Tek samt Silva fram yfir í þetta skiptið," segir Baldur.

„Það vita allir hvað hann getur í fótbolta. Missir ekki boltann, frábær í stuttu spili, leggur upp og skorar."

„Það sem heillar mig mest við Silva er hvað hann virðist vera frábær karakter. Búinn að vera hliðhollur City í mörg ár og spilaði frábærlega í fyrra þrátt fyrir erfiðleikana í kringum fæðingu sonar síns."

„Draumaleikmaður á miðjuna með góðum varnarsinnuðum miðjumanni eins og Fernandinho."

Miðjumaður - David Silva
32 ára - Lék 125 landsleiki fyrir Spán.

Fimm staðreyndir um Silva
- Hann varð unglingaliðsleikmaður Valencia á Spáni 14 ára gamall og skoraði fyrsta mark sitt fyrir aðallið félagsins 2006.

- Roberto Mancini fékk Silva til Manchester City og var hann upphaflega hugsaður sem vængmaður.

- Á síðasta tímabili fékk Silva frí frá æfingum til að vera hjá syni sínum Mateo sem fæddist löngu fyrir tímann og var í mikilli lífshættu.

- Silva fékk gælunafnið Merlín frá liðsfélögum sínum vegna ótrúlegra hæfileika sinna, í höfuðið á töframanninum.

- Silva er hættur að leika fyrir spænska landsliðið en hann vann EM í tvígang með liðinu og HM einu sinni.





Sjá einnig:
Markvörður - Hugo Lloris
Hægri bakvörður - Dani Alves
Miðvörður - Sergio Ramos
Miðvörður - Raphael Varane
Vinstri bakvörður - Marcelo
Miðjumaður - Sergio Busquets
Miðjumaður - Luka Modric
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner