Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. desember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Boca Juniors reyndi að krækja í Conte
Mynd: Getty Images
Argentínska félagið Boca Juniors reyndi að fá Antonio Conte til að taka við félaginu fyrr á tímabilinu en hann hafnaði tilboðinu.

Conte fékk tilboð um að taka við af Guillermo Barros Schelotto sem ætlaði að yfirgefa félagið eftir tímabilið.

Síðasti leikur Schelotto við stjórnvölinn var úrslitaleikur Copa Libertadores, sem tapaðist gegn erkifjendunum í River Plate á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid.

TyC Sports greinir frá því að samningstilboð Boca hafi verið samkeppnishæft en Conte hafnaði starfinu því hann vill ekki flytja burt frá Evrópu.

Hjá Boca hefði Conte endursameinast Carlos Tevez, en þeir unnu ítölsku deildina saman 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner