Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. desember 2018 10:19
Elvar Geir Magnússon
Ekkert sem benti til þess að hann myndi taka við Man Utd
Solskjær gekk ekki vel hjá Cardiff.
Solskjær gekk ekki vel hjá Cardiff.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var í morgun staðfestur sem stjóri Manchester United út tímabilið.

Ole Gunnar skrifaði nýlega undir nýjan samning við Molde í Noregi en síðasta stjóratíð hans á Englandi endaði illa.

Hann vann þrjá af átján leikjum við stjórnvölinn hjá Cardiff en liðið féll úr úrvalsdeildinni undir hans stjórn.

Paul Abbandonato, fréttamaður Wales Online, rifjar upp starf Solskjær hjá Cardiff.

„Vera Solskjær hjá Cardiff var hreinlega kaotísk. Hann var alltaf að hræra í liðinu og virtist ekki vita hvert hans sterkasta byrjunarlið væri," segir Abbandonato.

„Aðeins einu sinni spilaði hann með sama byrjunarliðið tvo leiki í röð. Það voru engar vísbendingar um að hann væri hæfur til að taka við einu stærsta félagi heims."

Fyrsti leikur Manchester United undir stjórn Solskjær verður einmitt á laugardaginn gegn Cardiff.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner