Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. desember 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp ánægður að mæta ekki Juve eða Dortmund
Mynd: Getty Images
Liverpool dróst gegn FC Bayern í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og eru það andstæðingar sem Jürgen Klopp þekkir vel eftir tíma sinn hjá Borussia Dortmund.

Klopp var spurður hvort hann væri ánægður með dráttinn og svaraði því játandi, það væru aðeins tvö lið sem hann vildi sleppa við að mæta í 16-liða úrslitum.

„Ef ég á að vera 100% heiðarlegur þá eru bara tvö félög sem ég vildi ekki mæta í 16-liða úrslitunum," sagði Klopp um dráttinn.

„Ég vil ekki mæta Borussia Dortmund svona snemma í keppninni, ég vil frekar mæta þeim síðar, og ég vil ekki mæta Juventus því þeir eru líklegastir til að sigra keppnina að mínu mati.

„Þeir eru með gríðarlega öflugan og reyndan hóp og þetta lítur út fyrir að vera síðasti séns fyrir varnarmennina þeirra til að vinna keppnina. Það verður gríðarlega erfitt að sigra Juve í ár."

Athugasemdir
banner
banner
banner