Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. desember 2018 12:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd fékk Phelan lánaðan frá Ástralíu
Mike Phelan er aðstoðarmaður Solskjær.
Mike Phelan er aðstoðarmaður Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var í morgun staðfestur sem stjóri Manchester United út tímabilið.

Aðstoðarmaður hans verður Mike Phelan, fyrrum aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United.

Eins og greint var frá í dag er áætlað að Solskjær snúi aftur í þjálfarastólinn hjá Molde næsta sumar.

Að sama skapi mun Phelan halda áfram starfi sínu sem yfirmaður íþróttamála hjá ástralska fótboltafélaginu Central Coast Mariners.

Í tilkynningu frá Central Coast Mariners er sagt að samkomulag hafi verið gert við United um lán á Phelan næstu fimm mánuði.

„Þegar eitt stærsta fótboltafélag heims leitar eftir aðstoð þinni er ekki hægt að segja nei," segir Phelan.

NÆSTU SEX LEIKIR MAN UTD:
22. desember: Cardiff - Man Utd (úrvalsdeildin)
26. desember: Man Utd - Huddersfield (úrvalsdeildin)
30. desember: Man Utd - Bournemouth (úrvalsdeildin)
2. janúar: Newcastle - Man Utd (úrvalsdeildin)
5. janúar: Man Utd - Reading (FA bikarinn)
13. janúar: Tottenham - Man Utd (úrvalsdeildin)
Athugasemdir
banner
banner
banner