Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. desember 2018 13:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Spezia hefur ekki gert nýtt tilboð í Willum
Willum í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni.
Willum í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska B-deildarfélagið Spezia hefur ekki gert nýtt tilboð í miðjumanninn unga Willum Þór Willumsson.

„Við áttum von á tilboði núna í desember en það hefur ekkert borist þannig það hefur ekkert gerst í þessu. Hann er bara leikmaður Breiðabliks í dag sem er frábært því Willum er frábær leikmaður," segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, við Vísi.

Fótbolti.net valdi Willum efnilegasta leikmann Pepsi-deildarinnar í sumar en hann lék lykilhlutverk á miðju Blika sem höfnuðu í öðru sæti, bæði í Pepsi-deildinni og Mjólkurbikarnum.

Í nóvember hafnaði Breiðablik tveimur tilboðum frá Spezia í Willum. Sveinn Aron Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Breiðabliks, er hjá Spezia.
Athugasemdir
banner
banner
banner