Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. desember 2018 08:46
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham framlengir við Vertonghen
Vertonghen hefur aðeins spilað 14 leiki á tímabilinu vegna meiðsla. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu belgíska landsliðsins.
Vertonghen hefur aðeins spilað 14 leiki á tímabilinu vegna meiðsla. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu belgíska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur ákveðið að virkja ákvæði í samningi Jan Vertonghen til að framlengja hann um eitt ár.

Vertonghen hefði runnið út á samning næsta sumar en núna er hann bundinn Tottenham til sumarsins 2020.

Vertonghen verður 32 ára í apríl og hefur verið lykilmaður í sterku liði Spurs undanfarin sex ár.

Vertonghen er frá vegna meiðsla þar til í janúar og mun félagið taka ákvörðun eftir sumarið um hvort honum verði boðinn nýr samningur eða ekki.

Félagið er einnig búið að framlengja við Harry Kane, Son Heung-min, Dele Alli og Davinson Sanchez á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner