Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 19. desember 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Aðeins einn Frakki í liði mótsins hjá L'Equipe
Kylian Mbappe er í liðinu
Kylian Mbappe er í liðinu
Mynd: EPA
Bukayo Saka fær plass í liði L'Equipe
Bukayo Saka fær plass í liði L'Equipe
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe er eini leikmaður Frakklands sem kemst í lið mótsins samkvæmt franska blaðinu L'Equipe en það var birt eftir úrslitaleikinn í gær.

Mbappe skoraði átta mörk og var markahæsti maður mótsins en hann komst örugglega fyrir í liðinu.

Hann er hins vegar eini Frakkinn sem er í liðinu, þrátt fyrir að það hafi komist alla leið í úrslitaleikinn.

Argentína, Króatía og Marokkó eru öll með þrjá fulltrúa.

Það vekur þá athygli að einn Englendingur sé í liðinu. L'Equipe gaf leikmönnunum þá meðaleinkunn úr öllum leikjunum á mótinu.

Lið mótsins:



Dominik Livakovic (Króatía) - 6,57
Achraf Hakimi (Marokkó) - 6
Romain Saiss (Marokkó) - 6,60
Josko Gvardiol (Króatía) - 6,43
Marcos Acuna (Argentína) - 6,25
Enzo Fernandez (Argentína) - 6,40
Sofyan Amrabat (Marokkó) - 6,29
Luka Modric (Króatía) - 6,29
Bukayo Saka (England) - 6,50
Lionel Messi (Argentína) - 6,71
Kyiian Mbappe (Frakkland) - 7,17
Athugasemdir
banner
banner
banner