Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. desember 2022 15:15
Elvar Geir Magnússon
Aldrei áður eins mörg óvænt úrslit á HM
Sádi-Arabía vann Argentínu.
Sádi-Arabía vann Argentínu.
Mynd: Getty Images
Argentína stóð uppi sem sigurvegari á HM í Katar, þrátt fyrir að hafa tapað óvænt fyrir Sádi-Arabíu í fyrsta leik sínum á mótinu.

Alls voru leiknir 64 leikir á HM og samkvæmt Gracenote voru ýmis met slegin á mótinu. Þar á meðal er met yfir fjölda óvæntra úrslita.

Fleiri óvænt úrslit urðu á þessu HM en nokkru öðru heimsmeistaramóti en næstum fjórðungur leikja endaði með óvæntri niðurstöðu eða með því að lið féllu óvænt úr keppni.

Það voru ekki eins margar vítaspyrnur í Katar eins og voru fyrir fjórum árum í Rússlandi en þetta var þriðja vítamesta heimsmeistaramót sögunnar.

Þetta HM innihélt fæstu skottilraunir af öllum mótum á þessuri öld en hinsvegar voru flest mörk skoruð að meðaltali í leik síðan keppnin var stækkuð upp í 32 lið 1998.

Ungir leikmenn og eldri létu ljós sitt skína
Pepe, varnarmaður portúgalska landsliðsins, setti met yfir flesta byrjunarliðsleiki á HM hjá útileikmanni sem er 35 ára eða eldri.

Tíu táningar byrjuðu leiki á HM 2022, þar var met slegið frá 1930.
Athugasemdir
banner