
Lionel Messi var nálægt því að vinna HM fyrir átta árum síðan er argentínska liðið spilaði við Þýskaland í úrslitum keppninnar, sem fór eftirminnilega fram í Brasilíu, en Mario Götze var á öðru máli.
Götze, sem var þá 22 ára gamall, kom inná sem varamaður á 88. mínútu í úrslitaleiknum.
Það var svo á 113. mínútu í uppbótartíma sem hann gerði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá Andre Schürrle og braut hann um leið hjartað í Messi.
Þetta var gullið tækifæri fyrir Argentínumanninn að vinna HM í fyrsta sinn en hann þurfti að bíða í átta ár til að landa þeim stóra.
Götze birti myndband af sér horfa á úrslitaleik Argentínu og Frakklands og fagnaði innilega þegar Argentína vann í vítakeppninni.
Mario Gotze nos generó en la final de 2014 una de las mayores tristezas futbolísticas de nuestra historia. Ayer, con su beba, celebrando que Messi, finalmente, haya conseguido ganar un Mundial. Una paradoja hermosa, la mejor escena post créditos imaginablepic.twitter.com/5h5wTOj1xN
— Diego Batlle (@dmbatlle) December 19, 2022
Athugasemdir