Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. desember 2022 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Braut hjartað í Messi fyrir átta árum en fagnar nú sigri hans
Lionel Messi eftir tapið gegn Þjóðverjum
Lionel Messi eftir tapið gegn Þjóðverjum
Mynd: EPA
Lionel Messi var nálægt því að vinna HM fyrir átta árum síðan er argentínska liðið spilaði við Þýskaland í úrslitum keppninnar, sem fór eftirminnilega fram í Brasilíu, en Mario Götze var á öðru máli.

Götze, sem var þá 22 ára gamall, kom inná sem varamaður á 88. mínútu í úrslitaleiknum.

Það var svo á 113. mínútu í uppbótartíma sem hann gerði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá Andre Schürrle og braut hann um leið hjartað í Messi.

Þetta var gullið tækifæri fyrir Argentínumanninn að vinna HM í fyrsta sinn en hann þurfti að bíða í átta ár til að landa þeim stóra.

Götze birti myndband af sér horfa á úrslitaleik Argentínu og Frakklands og fagnaði innilega þegar Argentína vann í vítakeppninni.


Athugasemdir
banner
banner
banner