Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 19. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Diego í hóp hjá Albacete í fyrsta sinn í níu mánuði
Diego í leik með íslenska landsliðinu
Diego í leik með íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diego Jóhannesson, leikmaður Albacete í spænsku B-deildinni, er búinn að ná sér að fullu af meiðslum sem hann varð fyrir á síðustu leiktíð, en hann var í leikmanahópi liðsins í fyrsta sinn í gær.

Þessi öflugi hægri bakvörður var að spila með Real Oviedo í B-deildinni á Spáni er Fótbolti.net tók einkaviðtal við hann og vakti athygli á því að hann væri gjaldgengur í íslenska landsliðið.

Rúmum tveimur árum síðar var hann valinn í hópinn og spilaði þrjá leiki árið 2016 og 2017, en hefur ekkert komið við sögu síðan en meiðsli hafa vissulega sett strik í reikninginn.

Í dag er hann á mála hjá Albacete í B-deildinni en hann hefur ekki spilað leik síðan í byrjun mars. Erfið meiðsli gerði það að verkum að hann var frá í níu mánuði áður en hann snéri aftur í leikmanahóp liðsins í gær í 4-0 sigrinum á Ibiza.

Varnarmaðurinn kom ekkert við sögu en það eru þó jákvæðar fréttir að hann sé mættur í hópinn.

Albacete er í 7. sæti B-deildarinnar með 32 stig eftir 21 leik og er að gera sér vonir um að komast í umspil um sæti í efstu deild fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner