mán 19. desember 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Í hverju var Messi þegar hann tók við bikarnum?
Skikkjan sett á Messi á sviðinu
Skikkjan sett á Messi á sviðinu
Mynd: EPA
Flestir tóku eftir því að Lionel Messi, fyrirliði Argentínu, var klæddur einhverskonar skikkju þegar hann tók við HM-bikarnum í Katar í gær, en af hverju var hann í skikkju?

Skikkjan sem Messi klæddist nefnist Bisht, en þessi klæðnaður hefur verið notaður í þúsundir ára og samkvæmt kristnum og hebreskum málverkum þótti hann afar vinsæll meðal fólks sem bjó í löndum við Miðjarðarhaf.

Bisht er fínn klæðnaður í arabalöndum og er notaður við sérstök tilefni og merkir upphefð, en hann er oft tengdur við kóngafólk og auðlegð.

Messi fékk því að klæðast Bisht á þessari sérstöku athöfn í gær er hann tók við bikarnum.

Emírinn af Katar, Tamim bin Hamad Al Thani, fékk heiðurinn að því að klæða Messi í skikkjuna á sviðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner