Hollenski hægri bakvörðurinn Rick Karsdorp er í viðræðum við Ajax en þetta kemur fram í hollenska miðlinum 1908.
Karsdorp er 27 ára gamall Hollendingur en hann er á mála hjá Roma á Ítalíu.
Jose Mourinho, þjálfari Roma, sagði á blaðamannafundi í síðasta mánuði að hann myndi ekki spila aftur fyrir félagið eftir að þeim lenti saman eftir leik liðsins gegn Sassuolo.
Karsdorp mun því yfirgefa Roma í janúar og er Ajax áhugasamt um að fá hann aftur til Hollands.
Hann er uppalinn í Feyenoord en fór til Roma fyrir fimm árum og var í stóru hutverki á síðasta tímabili er liðið vann Sambandsdeildina.
Síðustu daga hefur Karsdorp verið í viðræðum við Ajax en það kemur ekki til greina að vera til Feyenoord vegna hárra launakrafa kappans.
Athugasemdir