Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   mán 19. desember 2022 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Lisandro og Romero spiluðu FIFA langt fram eftir morgni
Lisandro Martínez með HM-styttuna
Lisandro Martínez með HM-styttuna
Mynd: EPA
Það var kátt í klefanum hjá Argentínumönnum eftir sigurinn á Frakklandi í gær og skemmtu þeir sér konunglega fram eftir morgni.

Gonzalo Montiel skoraði úr úrslitavítinu sem tryggði þriðja titilinn í sögu Argentínu.

Leikmenn fögnuðu einstaklingsverðlaunum og fóru síðan inn í klefa að dansa áður en haldið var aftur á hótelið.

Einhverjir komust í áfengi, hringdu símtöl í vini og ættingja og drukku frem eftir nóttu en aðrir fundu sér aðrar leiðir til að skemmta sér.

Miðverðirnir, Cristian Romero og Lisandro Martínez, ákváðu að grípa í pinna eftir fögnuðinn. Þeir spiluðu tölvuleikinn FIFA 23 til morguns og auðvitað var það markvörðurinn Emiliano Martínez á myndavélinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner