
Það var kátt í klefanum hjá Argentínumönnum eftir sigurinn á Frakklandi í gær og skemmtu þeir sér konunglega fram eftir morgni.
Gonzalo Montiel skoraði úr úrslitavítinu sem tryggði þriðja titilinn í sögu Argentínu.
Leikmenn fögnuðu einstaklingsverðlaunum og fóru síðan inn í klefa að dansa áður en haldið var aftur á hótelið.
Einhverjir komust í áfengi, hringdu símtöl í vini og ættingja og drukku frem eftir nóttu en aðrir fundu sér aðrar leiðir til að skemmta sér.
Miðverðirnir, Cristian Romero og Lisandro Martínez, ákváðu að grípa í pinna eftir fögnuðinn. Þeir spiluðu tölvuleikinn FIFA 23 til morguns og auðvitað var það markvörðurinn Emiliano Martínez á myndavélinni.
???????????????? | #Viral | #Argentina |
— RED 92 (@RED92cadadiamas) December 19, 2022
El que es campeón del mundo, puede jugar a la play a la hora que quiera.
Se viralizó este video de hace dos horas, donde Lisandro Martínez y 'Cuti' Romero están jugando en lugar de dormir.
La voz es del 'Dibu' Martínez pic.twitter.com/1kSqKUoxdN
Athugasemdir