Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 19. desember 2022 14:45
Elvar Geir Magnússon
Lopetegui stýrir Úlfunum í fyrsta sinn - Segir Raul Jimenez vera orðinn betri
Spánverjinn Julen Lopetegui stýrir Wolves í fyrsta sinn annað kvöld, þegar liðið leikur gegn D-deildarliðinu Gillingham í deildabikarnum. Á öðrum degi jóla er svo leikur gegn Everton í úrvalsdeildinni.

Á fréttamannafundi í dag ræddi Lopetegui meðal annars um sóknarmanninn Raul Jimenez sem var með Mexíkó á HM í Katar. Hann kom inn í mótið eftir að hafa verið meiddur á nára.

„Hann fékk smá frí eftir að Mexíkó féll úr leik á HM og hann er orðinn betri. Hann hefur lagt mikið á sig til að styrkja líkama sinn. Hann fær tækifæri á morgun," segir Lopetegui en Jimenez hefur aðeins komið við sögu í þremur úrvalsdeildarleikjum á þessu tímabili.

„Það er mikil lífsreynsla að spila á HM en á morgun snýst þetta um að hjálpa liðinu að komast í næstu umferð."

Lopetegui var stjóri Sevilla 2019-2022 en hann tók við Wolves í nóvember. Hann er fyrrum stjóri spænska landsliðsins og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner