Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. desember 2022 18:27
Brynjar Ingi Erluson
Martínez útskýrir undarlegt uppátæki sitt
Emiliano Martínez er sérstakur náungi
Emiliano Martínez er sérstakur náungi
Mynd: EPA
Emiliano Martínez, markvörður argentínska landsliðsins, rataði á alla helstu fjölmiðla í gær og ekki bara fyrir frábæra frammistöðu í úrslitaleiknum gegn Frakklandi, heldur einnig fyrir sérkennilega fagnið eða látbragðið sem hann bauð uppá á verðlaunahátíðinni.

Martínez var valinn besti markvörður mótsins, enda fyllilega verðskuldað, en þegar hann tók við verðlaununum fagnaði hann á fremur óvenjulegan hátt.

Myndband af því flaug um netheima en mörgum fannst sérstakt að hann hafi gert þetta fyrir framan stjórnendur HM og Emírinn af Katar.

Martínez meinti ekkert illt með þessu. Hann var bara að svara frönsku áhorfendunum sem bauluðu á hann.

„Ég gerði þetta af því Frakkarnir voru að baula á mig. Stoltið vinnur ekki með mér,“ sagði Martínez við La Red útvarpsstöðina.

Markvörðurinn var með heljarinnar skemmtun allt kvöldið, en hann fór og hughreysti Kylian Mbappe, framherja Frakklands, áður en hann hélt inn í klefa, bjó til halarófu og söng „Mínútuþögn fyrir Mbappe sem lést,“. Sérstakur karakter í alla staði.

Sjá einnig:
Bauð upp á sérstakt látbragð er hann tók við verðlaununum
Stemning í klefa Argentínumanna - „Mínútuþögn fyrir Mbappe sem lést
Athugasemdir
banner
banner
banner