Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 19. desember 2022 11:20
Elvar Geir Magnússon
Mbappe: Við munum koma til baka - „Hann er sá besti“
Mbappe með gullskóinn.
Mbappe með gullskóinn.
Mynd: EPA
„Við munum koma til baka" skrifar Kylian Mbappe, hinn stórkostlegi leikmaður Frakklands. Í gær töpuðu Frakkar gegn Argentínu í úrslitaleik HM í Katar.

Mbappe skoraði þrennu í úrslitaleiknum og alls átta mörk á mótinu. Mbappe er 23 ára, leikmaður Paris St-Germain, og mun vafalítið vera í sviðsljósinu á HM 2026.

Adam White, sérfræðingur um franska fótboltann, segir að Mbappe sé einfaldlega besti fótboltamaður heims í dag.

„Hann er sá besti. Hann er þegar kominn með 12 mörk, hann hefur þegar unnið HM, hann hefur unnið allt í Frakklandi. Það er ótrúlegt að segja þetta um 23 ára leikmann," segir White.

„Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir Frakkland og landsliðið verður áfram byggt í kringum hann. Frakkland framleiðir svo mikið af hæfileikaríkum fótboltamönnum að hann verður að berjast um sigur á HM næsta áratuginn."


Athugasemdir
banner
banner