Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 19. desember 2022 17:42
Brynjar Ingi Erluson
Völdu versta lið mótsins - Bale fremstur
Gareth Bale var með slökustu mönnum mótsins samkvæmt L'Equipe
Gareth Bale var með slökustu mönnum mótsins samkvæmt L'Equipe
Mynd: Getty Images
Andreas Skov Olsen var versti leikmaðurinn á HM í Katar
Andreas Skov Olsen var versti leikmaðurinn á HM í Katar
Mynd: Getty Images
Yannick Carrasco er fulltrúi Belgíu
Yannick Carrasco er fulltrúi Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franska blaðið L'Equipe valdi versta lið heimsmeistaramótsins og birtist það í dag en velski landsliðsmaðurinn Gareth Bale er í fremstu víglínu.

Liðið er byggt á leikmönnum sem voru með slökustu meðaleinkunn mótsins.

Pólland er með flesta fulltrúa því liðið eða þrjá talsins. Matty Cash, Piotr Zielinski og Krystian Bielik eru allir í liðinu. Cash var hins vegar langt í frá versti leikmaður Póllands á mótinu og því erfitt að sjá hvernig hann rataði í liðið.

Gareth Bale og Wayne Hennessey eru fulltrúar Wales en Íran, Belgía, Kosta Ríka, Senegal, Danmörk og Katar eiga öll einn fulltrúa. Danski leikmaðurinn Andreas Skov Olsen fær verstu einkunn eða 2,50.



Versta lið mótsins:
Wayne Hennessey (Wales) - 3,50
Matty Cash (Pólland) - 3,50
Hossein Kanaanizadegan (Íran) - 3
Boualem Khoukhi (Katar) - 3,33
Yannick Carrasco (Belgía) - 3
Andreas Skov Olsen (Danmörk) - 2,50
Krystian Bielik (Pólland) - 3,33
Piotr Zielinski (Pólland) - 3,50
Krepin Diatta (Senegal) - 3
Gareth Bale (Wales) - 3
Anthony Contreras (Kosta Ríka) - 3
Athugasemdir
banner
banner