Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. janúar 2019 20:30
Magnús Már Einarsson
Andri Rúnar bætti vopni í leik sinn þegar hann var of þungur
Andri hóf feril sinn með BÍ/Bolungarvík sem snöggur kantmaður.  Hann átti síðar eftir að þyngjast og fara í fremstu víglínu.
Andri hóf feril sinn með BÍ/Bolungarvík sem snöggur kantmaður. Hann átti síðar eftir að þyngjast og fara í fremstu víglínu.
Mynd: Ragnar Högni
Andri í leik með BÍ/Bolungarvík á sínum tíma.
Andri í leik með BÍ/Bolungarvík á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Ívar Atli Sigurjónsson
Andri Rúnar Bjarnason er gestur vikunnar í Miðjunni á Fótbolta.net en þar ræðir hann ótrúlegan uppgang sinn undanfarin ár. Á einu og hálfu ári hefur Andri Rúnar Bjarnason jafnað markametið í Pepsi-deildinni, orðið markakóngur í sænsku B-deildinni með Helsingborg og spilað sína fyrstu landsleiki.

Andri hóf meistaraflokksferil sinn með BÍ/Bolungarvík en hann reyndi fyrir sér í bandaríska háskólaboltanum síðari hluta árs 2012, þá ára gamall. Andri gat ekki farið í skóla í efstu deild og fór því í neðstu deild þar sem hann raðaði inn mörkum, meðal annars af löngu færi.

„Ég skoraði þrjú frá miðju" sagði Andri léttur í bragði í Miðjunni.

„Þetta byrjaði þannig að þetta er eins og körfubolti. Leið og klukkan er búin þá er þetta búið. Þú getur skorað flautumark. Ég prófaði einu sinni og skoraði svo ég prófaði það tvisvar aftur og skoraði líka þá."

Andri fékk boð frá sterkari háskóla eftir frammistöðu sína en hann ákvað að koma frekar aftur heim til Íslands, þá ekki í sérstöku formi. Í byrjun árs 2013 meiddist Andri og hann náði ekki að skora mikið með Bí/Bolungarvík í næstefstu deild um sumarið.

„Eina markið mitt kom fyrir aftan miðju á móti Haukum. Þetta var ekkert spes tímabil," sagði Andri sem var á eftir Ben Everson í goggunarröðinni hjá BÍ/Bolungarvík sumarið 2013.

Andri horfir þó á björtu hliðarnar. Eftir að hafa byrjað meistaraflokksferilinn sem fljótur kantmaður þá breyttist leikstíll hans þegar hann var of þungur árið 2013.

„Af því að ég var svona þungur þá bætti ég einum hlut í leikinn minn. Ég var ekki að hlaupa mikið í svæði eins og áður. Ég þurfti að læra að spla meira með bakið í markið. Ég held að ég hafi bætt því við út af þessu," sagði Andri sem segir að líferni sitt utan vallar hafi ekki hjálpað til þegar hann var að reyna að komast aftur í form á þessum tíma.

„Ég fór bara á æfingu í einn og hálfan tíma en síðan gerði ég allt rangt utan æfinganna. Mataræði, svefn og þetta. Hausinn þarf að koma fyrst og síðan kemur hitt."

Smelltu hér til að hlusta á Andra í Miðjunni

Sjá einnig:
Mögnuð saga Andra - Breytti um lífsstíl og fór að raða inn mörkum
Athugasemdir
banner
banner
banner