Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 20. janúar 2019 18:14
Ívan Guðjón Baldursson
Dele Alli meiddist gegn Fulham
Þetta leit ekki vel út hjá Dele Alli.
Þetta leit ekki vel út hjá Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Meiðslavandræði Tottenham ætla engan endi að taka en Dele Alli fór meiddur útaf í naumum 1-2 sigri gegn Fulham í dag.

Harry Kane, Lucas Moura, Moussa Sissoko og Victor Wanyama voru ekki með vegna meiðsla og þá er Son Heung-min, sem hefur verið funheitur að undanförnu, að keppa með Suður-Kóreu í Asíumótinu.

Fernando Llorente tók stöðu Kane sem fremsti maður og kórónaði slakan leik með sjálfsmarki.

Dele Alli skoraði jöfnunarmark Tottenham eftir góða fyrirgjöf frá Christian Eriksen snemma í síðari hálfleik. Á 86. mínútu þurfti hann að fara útaf eftir hörkusprett þar sem hann virtist togna aftan á læri.

Frakkinn Georges-Kevin N'Koudou, sem var að koma við sögu í sínum tíunda deildarleik fyrir félagið, kom inn í staðinn. Skiptingin átti eftir að koma sér vel því N'Koudou átti fyrirgjöfina sem rataði á kollinn á Harry Winks og varð að sigurmarkinu.




Athugasemdir
banner
banner