Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. janúar 2019 18:34
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Fulham og Tottenham: Llorente stóð sig ekki
Mynd: Getty Images
Tottenham var heppið að vera aðeins einu marki undir þegar flautað var til leikhlés í leik liðsins gegn Fulham á Craven Cottage í dag.

Gestirnir tóku þó öll völd á vellinum eftir leikhlé, Dele Alli jafnaði snemma og gerði Harry Winks sigurmarkið á síðustu sekúndunni.

Sky er búið að gefa leikmönnum einkunnir og var Winks valinn sem besti maður vallarins. Hugo Lloris var næstbestur, enda hélt hann sínum mönnum inni í leiknum á köflum.

Fernando Llorente var versti leikmaðurinn á vellinum í dag. Hann átti að fylla í skarð Harry Kane sem er meiddur en átti erfitt uppdráttar. Hann klúðraði mikið af færum og skoraði óheppilegt sjálfsmark.

Ryan Babel, sem lék síðast með Liverpool í enska boltanum fyrir átta árum síðan, kom sterkur inn í byrjunarlið Fulham og fékk 7 í einkunn.

Fulham: Rico (6), Odoi (6), Le Marchand (7), Ream (6), Christie (7), Chambers (7), Seri (6), Bryan (6), Schurrle (7), Babel (7), Mitrovic (6).
Varamenn: Sessegnon (6), Kebano (5).

Tottenham: Lloris (8), Alderweireld (6), Vertonghen (6), Sanchez (6), Trippier (6), Winks (8), Eriksen (7), Rose (6), Lamela (6), Alli (7), Llorente (5).
Varamenn: Dier (5), Nkoudou (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner