Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. janúar 2019 17:06
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: Grótta skoraði sjö gegn Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta 7 - 0 Selfoss
1-0 Sölvi Björnsson ('11)
2-0 Sölvi Björnsson ('37)
3-0 Valtýr Már Michaelsson ('55)
4-0 Valtýr Már Michaelsson ('62)
5-0 Kristófer Orri Pétursson ('64)
6-0 Kristófer Orri Pétursson ('72)
7-0 Grímur Ingi Jakobsson ('81)

Grótta fékk Selfoss í heimsókn í Fótbolta.net mótinu í dag og úr varð mikil markaveisla.

Sölvi Björnsson gerði tvennu fyrir Gróttu í fyrri hálfleik en flóðgáttirnar opnuðust ekki fyrr en eftir leikhlé.

Valtýr Már Michaelsson skoraði þá tvö mörk á sjö mínútum og bætti Kristófer Orri Pétursson tveimur við á næstu tíu mínútum.

Hinn 15 ára gamli Grímur Ingi Jakobsson kláraði dæmið fyrir Gróttu sem er með fullt hús stiga eftir 2-3 sigur gegn Kára í fyrstu umferð. Grótta er búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í úrslitaleik B-deildarinnar.

Selfoss er með eitt stig eftir að hafa náð jafntefli við Hauka. Selfoss á útileik gegn Kára næsta laugardag á meðan Grótta heimsækir Hauka á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner