Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 20. janúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heitt undir Puel en Heskey styður hann
Claude Puel.
Claude Puel.
Mynd: Getty Images
Emile Heskey.
Emile Heskey.
Mynd: Getty Images
Claude Puel, stjóri Leicester, virðist vera orðinn mjög valtur í sessi. Leicester tapaði 4-3 gegn Wolves í ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Leicester lenti 2-0 undir en kom til baka og jafnaði 2-2. Leicester lenti svo 3-2 undir, en jafnaði aftur. Í uppbótartíma komst Wolves í 4-3 og þá gafst enginn tími fyrir Leicester að jafna aftur.

Viðbrögð Claude Puel sögðu allt sem segja þurfti.


Leicester er um miðja deild, en stuðningsmenn eru ekki sáttir og er Puel undir mikilli pressu.

Heskey, fyrrum leikmaður Leicester og enska landsliðsins, vill að Puel fái tíma.

„Puel er undir mikilli pressu. Í hverri viku er talað um það að hann verði rekinn," sagði Heskey við Sky Sports.

Heskey býst við því að það verði rætt hjá Leicester hvort þetta sé rétti tíminn að láta Frakkann fara, en ef hann fengi að ráða þá væri svo ekki.

„Ég sé ekki alveg af hverju tíminn ætti að vera núna. Þeir fara ekki niður. Ef þú hefðir sagt mér í byrjun tímabils að þeir væru með 30 stig þegar helmingurinn af mótinu væri búinn þá hefði ég tekið það," sagði Heskey við Sky Sports.

Verður Puel næsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem fær sparkið?
Athugasemdir
banner
banner
banner