Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. janúar 2019 13:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Arnar fylgdist með Kristófer í fyrsta byrjunarliðsleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Ingi Kristjánsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í dag er liðið vann 2-0 sigur gegn NAC Breda á heimavelli.

Kristófer er 19 ára en hann kom til Willem II frá Stjörnunni 2016. Kristófer hefur komið við sögu í sjö leikjum á þessu tímabili, en þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur.

Þessi efniliegi leikmaður spilaði bara fyrri hálfleikinn.

Arnar Þór Viðarsson, nýráðinn þjálfari U21 landsliðsins, var í stúkunni og fylgdist með Kristófer.

Eftir sigurinn í dag er Willem II í níunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig úr 18 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner