Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. janúar 2019 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hudson-Odoi út og Coutinho inn?
Powerade
Callum Hudson-Odoi, hvað verður um hann?
Callum Hudson-Odoi, hvað verður um hann?
Mynd: Getty Images
Coutinho er orðaður við Chelsea.
Coutinho er orðaður við Chelsea.
Mynd: FIFA
Scholes er sagður vera að taka við Oldham.
Scholes er sagður vera að taka við Oldham.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðri dagsins og það er úr nógu að taka! Janúarglugginn er enn opinn og margt sem getur gerst.



Callum Hudson-Odoi (18) er tilbúinn að hafna nýju samningstilboði frá Chelsea sem myndi færa honum 85 þúsund pund í vikulaun. Hudson-Odoi vill fara til Bayern þar sem hann telur sig eiga meiri möguleika á að þróast sem leikmaður í Þýskalandi. (Mail on Sunday)

Arsenal vill ráða fyrrum leikmann sinn, Marc Overmars (45), til starfa. Unai Emery, stjóri liðsins, og Sven Mislintat, yfirmaður leikmannamála hjá félaginu, hafa ekki náð að mynda gott vinnusamband. Overmars starfar í dag sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax í Hollandi. (Sunday Mirror)

Marko Arnautovic (29), leikmaður West Ham, virðist ekki vera á leið til Kína eftir að Guangzhou Evergrande hætti við að kaupa hann, en kínverska félagið var í viðræðum um að kaupa hann á 45 milljónir punda. (Mail on Sunday)

Chelsea hefur rætt við Barcelona um Philippe Coutinho (26), fyrrum leikmann Liverpool. (Sunday Express)

Argentíski sóknarmaðurinn Gonzalo Higuain (31) verður einn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ef hann gengur í raðir Chelsea. Hann mun fá 270 þúsund pund á viku. (Daily Star Sunday)

Manchester City gæti óvænt reynt að fá miðjumanninn Sebastian Rudy (28) á láni frá Schalke í Þýskalandi. (Sun on Sunday)

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Man Utd, er að taka við Oldham Athletic. (Telegraph)

Bojan Krkic (28), sóknarmaður Stoke, er í viðræðum við New England Revolution í MLS-deildinni. (Sun on Sunday)

Real Madrid vonast til að kaupa Eden Hazard á minna en 100 milljónir evra. Samningur Hazard rennur út á næsta ári. (Marca)

Kylian Mbappe (20), leikmaður Paris Saint-Germain, viðurkennir að það gæti verið freistandi að fara til Real Madrid í framtíðinni. (AS)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að það sé líklegra að það verði leitað í akademíunni en á félagsskiptamarkaðnum fyrir leikmann í stað Harry Kane (25), sem er meiddur. (London Evening Standard)

Unai Emery, stjóri Arsenal, vonast til að fá nýjan leikmann í þessari viku. Denis Suarez (25), miðjumaður Barcelona, hefur verið orðaður við félagið. (Daily Star Sunday)

Marco Silva, stjóri Everton, hefur ítrekað það að hann muni ekki versla í þessum mánuði. (Liverpool Echo)

Napoli hafnaði fyrsta boði AC Milan í miðjumanninn Amadou Diawara (21), sem hefur einnig verið orðaður við Wolves og Tottenham. (Inside Futbol)

Giuseppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, heldur því fram að Diego Godin (32), fyrirliði Atletico Madrid, vilji koma til ítalska félagsins. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner